Upplýsingar um vöruskil

Vara fæst kreditfærð, gegn framvísun reiknings.  Fyrirtækið áskilur sér rétt að reikna 20 % umsýslugjald á vörum sem er skilað og skal vörum skilað í söluhæfu ástandi og á það við bæði um innihald og umbúðir.   

Ljósaperum er ekki hægt að skila hafi þær verið notaðar, nema um gallaða vöru sé að ræða.  Jóhann Ólafsson & Co áskilur sér rétt að hafna vöruskilum, sé lengra en mánuður frá vörukaupum og/eða varan er orðin úrelt.

Sérpöntunarvara
Sérpantaðri vöru fæst ekki skilað. 

Útkeyrsla
Farnar eru tvær ferðir á dag, innan höfuðborgarsvæðisins, kl.09:30 og 13:00. 
Útkeyrsla á helstu flutningsaðila í Reykjavík er kl. 13:30