Saga fyrirtækisins

Jóhann Ólafsson stofnaði fyrirtækið Jóhann Ólafsson & Co í félagi við bræðurna Sigfús og Sighvat Blöndahl, sem voru meðeigendur frá 1916. Björn M. Arnórsson gekk inn í fyrirtækið 1919, þegar fyrri meðeigendur seldu sinn hlut.
Björn seldi Jóhanni sinn hlut í félaginu árið 1951.

Fyrirtækið haslaði sér strax völl á sviði innflutnings, heildsöludreifingar og smásölu. Jóhann Ólafsson kom víða við á löngum starfsferli sínum,  var t.d. forstjóri nokkurra opinberra stofnana t.d. Strætisvagna Reykjavíkur, Innkaupastofnunar Reykjavíkur og átti sæti í brunamálanefnd, hafnarstjórn, í Sjó- og verslunardómi Reykjavíkur og í stjórn Verslunarráðs Íslands. Jóhann var fyrsti Íslendingurinn sem ferðaðist umhverfis jörðina. 

Fyrirtækið Jóhann Ólafsson & Co var fyrsta íslenska fyrirtækið sem hóf bein viðskipti við Japan en það var árið 1931.Fyrirtækið hefur kynnt Íslendingum ýmis heimsþekkt vörumerki á löngum starfsferli t.d. General Motors,Good Year,Dunlop,Du Pont,Black & Decker,Gillette,OSRAM,Villeroy & Boch,Zanussi,WMF,Yale ofl.

Árið 1963 lést Jóhann Ólafsson og tók þá Jóhann J. Ólafsson, við af föður sínum. Fyrirtækið var gert að hlutafélagi 1969.

Fyrirtækið hefur komið mikið við sögu prentiðnaðarins á Íslandi og var fyrst til að kynna ljósnæmar prentplötur. Notkun þeirra var mikil framför í allri prentun.

Árið 2000 keypti fyrirtækið meirihluta í fyrirtækinu Hvítlist og flutti prentdeild sína, þangað til að geta boðið viðskiptavinum sínum meira vöruúrval. (http://www.hvitlist.is/)

Á miðju ári 2004 keypti Jóhann Ólafsson & Co., GV heildverslun af hjónunum Guðjóni og Völu. Fyrirtækið var stofnað 1992 og sérhæfði sig í sölu og dreifingu á sælkeravöru fyrir veitingageirann.

Eftir bankahrunið 2008 breyttist rekstrarumhverfið íslenskra fyrirtækja til muna. Fyrirtækið var endurskipulagt um mitt árið 2009 þar sem ákveðið var að leggja megináherslu á vörur og lausnir tengdum ljósum og lýsingu.

Fyrirtækið er núna leiðandi aðili í sölu og þjónustu á ljósaperum og lýsingarbúnaði frá OSRAM, SITECO, Traxon, Danlamp, Bailey og fleiri aðilum.

Fyrirtækið eini umboðsaðili OSRAM á Íslandi og hefur verið það síðan árið 1948.

Jón Árni Jóhannsson, barnabarn Jóhanns Ólafssonar, er framkvæmdarstjóri félagsins í dag.