Siteco

Löng hefð fyrir lýsingur

Sem leiðandi fyrirtæki með meira en 150 ára viðskiptasögu hefur Siteco afburðaþekkingu á lýsingartækni.
Í dag sameinar Siteco vörumerkið tæknilegar hugmyndir, þjónustulund og meðvitund um hvað er mögulegt.

Fyrirtækið var stofnað árið 1949 sem heimilistækja- og lýsingarsvið Siemens-Electrogeräte GmbH með höfuðstöðvar í Traunreut, Þýskalandi.
Eftir aðskilnað fyrirtækisins frá Siemens og stofnun Siteco vörumerkisins árið 1997 hefur fyrirtækið þróast yfir í einn af leiðandi framleiðendum tæknilegrar innan- og utanhússlýsingar með u.þ.b. 1.250 starfsmenn víðs vegar um heiminn. 

Siteco hefur tilheyrt OSRAM frá 1. júlí 2011.

Vörulína fyrirtækisins af utanhússlömpum býður upp á lausnir fyrir kröfur af öllu tagi - frá lýsingu fyrir vegi og torg til lýsingar fyrir flugvelli og leikvanga.

Á sviði innanhússlýsingar býður Siteco upp á fallegar og nútímalegar vörur fyrir lýsingu skrifstofa, iðnaðarbygginga, almenningsbygginga, verslunarmiðstöðva og margra annarra mannvirkja.

Stanslaus nýsköpun

Umfangsmikil þekking, forvitni og nýsköpun sérfræðinga Siteco gerir fyrirtækinu kleift að þróa nýja tækni og nútímaleg lýsingarverkfæri fyrir margs konar innan- og utanhússnotkun.
Þessi vinna á sér stað í nánu samstarfi við viðskiptavini og fagfólk í lýsingariðnaðinum og tekur tillit til bæði efnahags- og umhverfisþátta.

Lýsingarhugmyndir Siteco taka mið af þörfum einstaklinga. Útkoman er úrvals lýsingarlausnir fyrir skrifstofur, iðnað, umferð, verslun, almenningssvæði og íþróttir - í reynd öll svæði þar sem þörf er á nýstárlegri lýsingu og lömpum.

Siteco hefur ávallt verið í fremstu röð hvað varðar mikilvægar nýjungar í lýsingariðnaðinum, hvort sem um er að ræða spegillampa með rimlum (specular louvre luminaires), Eldacon örprisma uppbyggingu (microprismatic structure), Siteco Mirrortec „secondary reflector“ tækni eða LED tækni.

Í dag býður Siteco upp á áhugavert úrval LED lausna fyrir innan- og utanhússnotkun, allt frá L ED endurnýjunarsettum (refurbishment kits) fyrir áreiðanleg lampahús til glænýrra hönnunarnálgana sem byggja á LED tækni, t.d. Streetlight 10 LED.

Jóhann Ólafsson & Co. er umboðsaðili SITECO á Íslandi og hafa starfsmenn okkar hlotið þjálfun og menntun hjá SITECO.

Nánari upplýsingar um SITECO

Yfirlit yfir vörulínu SITECO