Led lýsing
Frábær nýjung
OSRAM LED perur eru nútímalegar, fallegar og búa yfir framúrskarandi eiginleikum sem gera þær hagnýtar á margs konar hátt. Þær eru byltingarkenndar með tilliti til endingar, ljósgæða, hagkvæmni og áhrifa á umhverfið.
Nýr staðall í gæðum:
• engin UV eða nær-innrauð geislun
• lítil hitamyndun
• strax 100% ljós
• allt að 100.000 kveikingar
• hvítt ljós með góðri litaendurgjöf
• hlýhvítur ljóslitur líkt og hjá glóperu
• þola vel högg, titring og kulda
• fáanlegar í mörgum gerðum og með mismunandi sökkla svo auðvelt er að skipta
Nýr staðall í skilvirkni:
• a.m.k. 80% orkusparnaður samanborið við sambærilegar hefðbundnar glóperur
• allt að 40.0000 klst. endingartími
• lítill viðhaldskostnaður
• koma beint í stað venjulegra pera þannig að ekki þarf að breyta um kerfi
• minni kostnaður við loftræstingu vegna mjög lítillar hitamyndunar
• "halda" ljósmagni betur en aðrar lausnir
• lág bilanatíðni
• minni kostnaður við loftræstingu vegna mjög lítillar hitamyndunar
Nýr staðall í umhverfisvernd:
• a.m.k. 80% minni koltvísýringslosun samanborið við sambærilegar hefðbundnar glóperur og halógen perur
• framúrskarandi vistvænir eiginleikar þökk sé lágum orkukröfum við framleiðslu og lágri orkuþörf við notkun
• án kvikasilfurs
• minni úrgangur og lítið gengið á auðlindir þökk sé mjög löngum endingartíma
Samanburðartafla
Hvaða vött á að velja?
Samanburður á styrk (í vöttum)