Danlamp

Danlamp er eini framleiðandi glópera í Danmörku og hefur fyrirtækið verið leiðandi í þróun pera síðan árið 1931. Fyrirtækið útvegar sérsniðna skrautlýsingu til viðskiptalífsins og kirkna, til viðbótar við sérhæfðar perur fyrir siglingaljós og umferðarljós.

Með vörum frá Danlamp áttu kost á háum gæðum og öllum eiginleikum sem þörf er á.

LÖNG HEFÐ FYRIR ÚRVALS LÝSINGU
Danlamp hefur þróað og kynnt umfangsmikla vörulínu af sígildum glóperum. SM peran er alþjóðlegt vörumerki sem notið hefur virðingar um árabil þökk sé miklum gæðum og langri endingu. Önnur sígild vara frá Danlamp er kertapera sem kallast kirkjukertið (electric church candle) sem notuð er af flestum þjóðkirkjum Norðurlanda.


Søren Madsen fann upp kirkjukertið (electric church candle) og lágspennta umferðarljósið, auk þess sem SM peran ber upphafsstafi hans.

SÉRÞEKKING SEM TRYGGIR HÁMARKS GÆÐI
Verksmiðja Danlamp í Aabenraa í Danmörku framleiðir ljósaperur af háum gæðum fyrir allar aðstæður. Einnig er boðið upp á sérsniðnar lausnir sem hægt er að framleiða hvort heldur er í litlu eða miklu magni fyrir viðskiptavini. 

Auk þess framkvæmir Danlamp umfangsmiklar gæðaprófanir á glóperum til að tryggja að þær bjóði upp á þann skærleika, birtumagn og gæði sem gerð er krafa um. Danlamp býr yfir einstakri þekkingu á glóperutækni og býður upp á ráðgjöf varðandi efnisval, orkunotkun, umbúðir og flutningslausnir.

TRAUST EVRÓPSKT FYRIRTÆKI
Margir ljósaframleiðendur í Evrópu hafa neyðst til að hætta framleiðslu á undanförnum árum. Í dag er Danlamp einn fárra aðila sem standa vörð um evrópsku hefðina fyrir úrvals hönnun og verkkunnáttu í framleiðslu glópera.

Danlamp býður viðskiptavinum upp á nána samvinnu og einstakan menningarskilning sem hefur mikið gildi við þróun sérhannaðra lýsingarlausna sem eru einstakar, samhæfðar og sjálfbærar.