Aðrar vörur

Jóhann Ólafsson & Co. býður upp á fleiri vörur en bara OSRAM.

Við getum einnig útvegað ýmsar smáperur og sérhæfðar perur til notkunar í nær hvað sem er.

Einnig eru í boði flugnabanalampar og peru og límspjöld í ýmsar tegundir flugnabana.

Við erum svo einnig með umboð fyrir japönsku Masahiro hnífana sem eru einfaldlega bestu hnífar í heimi!

Flugnabanar


Við seljum fjölbreytt úrval af mjög hagstæðum flugnabanalömpum sem henta við mismunandi aðstæður. 

PluzZap 30-ZE122  
Hagkvæmir og einfaldir rafmagnslampar úr rispufríu áli sem "þekja" 80m2.
Nota tvær 15 W sparperur. Tilvaldir fyrir minni eldhús, veitingastaði, sumarbústaði o.sfrv.

Við bjóðum upp á mikið úrval af útfjólubláum (UV) perum fyrir flugnabanalampa. Perurnar gefa frá sér útfjólublátt ljós en það er vísindalega sannað að þannig ljós dregur að sé fljúgandi skordýr. 

Í perunum er sérstök fosfórhúðun sem stillir ljósmagnið þannig að það sé ávalt á réttu stigi og í réttu magni. Því miður eyðist þessi húð með tímanum og því er mælt með að skipt sé um perur á 9-12 mánaða fresti.

Við bjóðum upp á perur frá bæði ódýrum og óþekktum vörumerkjum sem og þekktum og leiðandi framleiðendum. 

Bailey

Síðan 1985 hefur Bailey sérhæft sig í að útvega perur af öllum stærðum og gerðum, frá hvaða framleiðanda sem er.

Þeir bjóða upp á meira en 25.000 mismunandi tegundir af perum og þarf eru um 15.000 tegundir á lager. 

Sama hvaða perur þig vantar, þá getur Bailey útvegað hana.

LED kastarar

Hagstæðir og góðir LED kastarar á dúndurverði.
Allir þessir lampar eru með CE vottun, IP65 varðir, meðallíftíminn er 30.000 klst. og ljósgeislinn er 120 gráður.

Í boði eru þrjár tegundir:
- Low voltage (10-30V) DC - 10W to 30W
- High voltage AC (100-240V) - 10W to 150W
- High voltage AC (100-240V) with Sensor - 20 to 50W – (3 tegundir af skynjurum – hreyfing, ljósmagn, tími)

Allar nánari upplýsingar er að finna hér

Hnífar

Masahiro

Við leggjum metnað í að bjóða upp á hágæða vörur. Masahiro hnífarnir frá Japan hafa reyns veitingamönnum afskaplega vel gegnum árin. Kokkahnífarnir okkar eru bæði til sem ryðfríir og líka úr Carbon stáli sem heldur bitinu lengur en aðrir sambærilegir kokkahnífar.
Við bjóðum upp á got úrval af masahiro hnífum, einnig steinum til brýninga og hnífastanda. Sjá nánar hér.

Kasumi

Hnífsblaðið er búið til úr VG-10 kolefnisríku stáli, bitið helst vel og lengi.
Allt að 32 lög af ryðfríu stáli er brotið yfir hið kolefnisríka stál, þetta gefur hnífunum hið fallega munstur. Hnífarni eru handbrýndir. Sjá nánari vörulýsingar hér.