Traxon

TRAXON er leiðandi aðili í lausnum byggðum á LED og og hefur fyritækið tekið þátt í og skapað stórbrotna lýsingu um allan heim og hlotið margvísleg tækni og hönnunverðlaun fyrir vörur sínar og lausnir.


Fyrirtækið var stofnað í Frankfurt, Þýskalandi árið 1995 og árið 1997 flutti fyrirtækið höfuðstöðvar sínar til Hong Kong. Á næstu árum hélt fyrirtækið áfram að þróa sínar lausnir með sífellt meiri áherslu á LED lausnir fyrir atvinnumenn og byggingar(list). 
Í október 2008 sameinuðust svo TRAXON og e:cue, ljósastýringar, í eitt fyrirtæki og í mars 2009 keypti OSRAM svo 51% hlut í TRAXON
Í dag er fyrirtækið með skrifstofur í 10 löndum en öll rannsóknar- og þróunarvinna fer fram bæði í Hong Kong og Þýskalandi.


TRAXON hefur ávalt haldið sínu frjálsræði, ef svo má segja, enda má segja að öðruvísi hugsanagangur tíðkist þar en hjá OSRAM. Það má því segja að með því að blanda saman frumleika, frjálsræði og ímyndunarafli TRAXON, við stöðugleika, þekkingu og traust frá OSRAM hafi myndast öflug og sterk blanda.

TRAXON hefur sett upp LED lausnir og lýsingu í yfir 3.000 byggingum og stöðum um allan heim. Meðal verkefna má nefna London Tower Bridge; Guggenheim Safnið í New York, Alþjóða Verslunarmiðstöðina (International Commercial Center) í Hong Kong og Stadsfeetzaal í Antwerpen ásamt uppsetningu verslana fyrir Chanel, Biotherm, Louis Vuitton, Diesel og fjölda annarra mikils metinna verkefna.


TRAXON býr því yfir mikilli þekkingu og reynslu sem gerir þeim kleift að bæta og lýsa upp verkefni og umhverfi af öllum stærðum og gerðum.